Gellökkun á eigin neglur

SKREF 1: UNDIRBÚNINGUR

Ef þú ert með gellakk nú þegar á neglunum, fylgdu þá þessum leiðbeiningum: 

Hjá Kiara Sky getur þú keypt allt sem þú þarft fyrir gellökkun:

SKREF 2: ÞJÖLUN 

Notaðu naglaþjöl til að þjala neglurnar í þá lögun sem þú kýst.

SKREF 3: UNDIRBÚA NAGLABÖNDIN

Notaðu naglabandapinna til að ýta niður naglaböndunum. Ef þú átt ekki naglabandapinna þá getur þú látið neglurnar bíða í smá stund í handabaði (volgt sápu vatn) og ýtt þeim létt niður með fingrunum. 

Þegar þú hefur þjalað neglurnar og ýtt niður naglaböndunum, farðu þá með buffer létt yfir neglurnar. Dustaðu síðan létt yfir neglurnar með bursta / eða notaðu lint free wipes til að strjúka yfir neglurnar.

ATH. Ekki klippa sjálf/sjálfur naglaböndin, láttu fagaðila um það.

SKREF 4: PREP & PRIMER

Gott er að setja prep & primer á neglurnar til að undirbúa þær betur fyrir gellökkunina. 
Fyrst er prep borið á neglurnar og síðan primer. Eftir að þú berð prep & primer á neglurnar passaðu að koma ekki við þær svo að það fari ekki húðfita á neglurnar. 

Ef þú átt ekki prep & primer er gott að nota sótthreinsivökva/handspritt til að strjúka yfir neglurnar. 

SKREF 5: LÖKKUN

Þegar neglurnar eru lakkaðar er gott að hafa í huga að bera þunnt lag á neglurnar, þú ert ekki að spara tíma með því að setja þykkt lag á. Þykkt lag tekur lengri tíma að þorna og er erfitt að vinna með. Passaðu einnig uppá að gellakkið fari ekki á naglaböndin/húðina í kringum neglurnar.


Hluti 1: BASE COAT

Lakkaðu neglurnar með base coat. Base Coat er glært lakk sem að verndar náttúrulegu neglurnar svo þær taki ekki í sig lit frá gellakk litinum. Þetta skref er sérstaklega mikilvægt þegar þú notar dökka gelliti.
Base Coatið frá Kiara Sky þarf að herðast undir lampa (LED lampi í 30 sek, UV lampi í 2 mín).

Hluti 2: GELLAKK LITUR

Veldu þinn uppáhalds gellakk lit. Lakkaðu neglurnar. Gellakkið frá Kiara Sky þarf að herðast undir lampa eftir að það er komið á neglurnar (LED lampi í 30 sek, UV lampi í 2 mín). Litað gellakk þarf oft 2-3 umferðir. Neglurnar fara alltaf undir lampan eftir hverja umferð. 

Hluti 3: TOP COAT 

nail top coats

Gel-top coat (eftir að það er lakkað á neglurnar) þarf að herðast í lampa  (LED lampi í 60 sek, UV lampi í 2 mín) 

Þó að base coatið og top coatið eru bæði glær lökk þá er formúlan ekki eins uppbyggð og því má ekki nota top coat sem base coat og öfugt. Base coatið er hannað með tillit til náttúrulegu naglarinnir en top coatið til að fara ofan á gellakk litinn og vernda hann. Hægt er að velja um mismunandi top coat hjá Kiara Sky fyrir gellökkun á eigin neglur:

  • Non Wipe top Coat: Fáðu langvarandi glans með þessu gel yfirlakki. Það er algjör óþarfi að þurrka lakkið með spritti í lokin.
  • Velvet Matte Top Coat: Yfirlakk sem gefur matta áferð á neglurnar. 
  • Top Coat : Gel yfirlakk sem veitir endingargóða handsnyrtingu og glans áferð sem verndar litinn fyrir því að hann lýsist eða breytist yfir tíma. Það þarf að þurrka klístrið af í lokin.

SKREF 5: NAGLABANDAOLÍA

Gott er að viðhalda heilbrigði naglabanda með því að bera reglulega á sig naglabandaolíu

 

SKOÐA NÁNAR