Hvernig á að fjarlægja XPress Pro?

Endilega kíktu á þetta myndband sem sýnir hvernig á að fjarlægja XPress Pro neglurnar:
https://youtube.com/shorts/e9FdvrTDuCE?feature=share

Ef þú vilt fjarlægja XPress Pro ( og kemst ekki til naglafræðings/snyrtifræðings að láta fjarlægja), skoðaðu þá skrefin hér fyrir neðan.

Fyrst og fremst alls ekki plokka/rífa XPress Pro neglurnar af. Þegar þú plokkar þær af þá ertu líka að taka efsta lagið af náttúrulegu nöglinni þinni og þar að leiðandi verður hún þynnri og viðkvæmari. 

Þegar kemur að því að fjarlægja XPress Pro, þá er okkar besta ráð að fara til naglafræðings/snyrtifræðings. Ef það er ekki valmöguleiki fyrir þig þá getur þú fylgt eftirfarandi skrefum: 

SKREF 1: FINNA TIL VÖRUR SEM ÞÚ ÞARFT

Lykillinn að því að fjarlægja gellakk á réttan hátt heima er að hafa réttar vörur. Þetta mun gera ferlið mun fljótlegra og auðveldara. 

Vörur sem þú þarft:

  • 100 grit naglaþjöl 
  • Naglabandaolíu eða handáburð
  • Bómullarhnoðrar (10-20 stk)
  • Álpappír (10 búta sem eru um 7-8 cm langir) 
  • Acetone (Best er að nota 100% hreint acetone, ekki naglalakkseyði)

SKREF 2: ÞJÖLUN

Gott er að byrja á því að stytta neglurnar með naglaklippum.

Efsta lagið af XPress er þjalað niður, markmiðið er að fjarlægja glansinn á svo að acetoneið nái að leysa upp XPress Pro neglurnar. Farðu varlega með þjölina og alls ekki þjala í þína náttúrulegu nögl.

SKREF 3: VERNDAÐU HÚÐINA ÞÍNA

Að fjarlægja XPress Pro neglurnar krefst þess að láta acetone liggja á nöglunum, acetone er þurrkandi og því þarftu að vernda húðina í kringum neglurnar með t.d. naglabandaolíu eða handáburði.

Berðu olíu eða handáburð á naglaböndin og húðina í kringum neglurnar (ekki á gellakkið sem þú ert að fara leysa af). 

Gott er að vera dugleg/ur að nota naglabandaolíu næstu daga eftir að þú hefur fjarlægt gellakkið.

SKREF 4 & 5: LEYSA UPP XPress Pro neglurnar

Það eru tvær leiðir sem þú getur gert í þessu skrefi: 

Fyrsta leiðin er að bleyta upp bómullarhnoðra með acetone. Setja síðan einn blautan bómullarhnoðra á hverja nögl og álpappír utan um til að halda honum á nöglinni. Leyfðu þessu að bíða í 10-15 mín. Gott er að leggja heitan þvottapoka utan um hendurnar/neglurnar til að acetonið leysi hraðar upp XPress neglurnar. 

Önnur leiðin er að hella acetone í lítið fat og drekkja fingrunum í acetoninu í 10-15 mín. Til að gera ferlið enn hraðara mælum við með því að setja litla fatið með acetoninu í stæri skál með volgu vatni. Með því að hita upp acetonið mun það leysa hraðar upp. 

STEP 6: FJARLÆGJA XPress neglurnar

Eftir 10-15 mín fjarlægðu álpappírinn og lyftu upp bómullarhnoðranum til að sjá hvort XPress neglurnar séu að leysast upp. XPress neglurnar ætti að mestu að vera búið að leysast en það getur komið fyrir að það sé eitthvað enn fast. 

Ef þú getur ekki nuddað XPress af með blautum acetone bómullarhnoðra, þá geturu gripið í naglabandapinna til að lyfta varlega upp XPress neglunum.

Ef þær er ekki að losna frá þá mælum við með því að fylgja aftur skrefi 4 eða 5 í um 5-10 mín. Mundu bara að alls ekki plokka/rífa þær af.

SKREF 7: RAKANÆRA HÚÐINA

Þegar þú hefur fjarlægt XPress neglurnar, þá er kominn tími á að rakanæra húðina. Berðu á þig naglabandaolíu og handáburð, gott er að gera það 1-2x á dag næstu daga.

SKOÐA NÁNAR