Hvernig á að setja á XPRESS PRO neglur?

3 AUÐVELDAR LEIÐIR TIL AÐ FESTA XPRESS PRO NEGLURNAR

1. AKRÝLL - 3 VIKNA ENDING

2. NAGLA-LÍM - 2 VIKNA ENDING

3. NAGLA-LÍMMIÐAR - 1-3 DAGA ENDING

AKRÝLL

Vörur sem þarf:

SKREF 1: MÁTA STÆRÐIR

Þvoðu og sótthreinsaðu hendurnar.
Finndu stærðir af XPress tips sem passa best fyrir þínar náttúrulegu neglur (Ef þú ert á milli stærða, þá er hægt að velja stærri stærðina og þjala hana smá til ).

SKREF 2: UNDIRBÚA NAGLABÖNDIN OG NEGLURNAR


Notaðu naglabandapinna (lítill tré pinni fylgir í XPress Pro) til að ýta niður naglaböndunum. Ef þú átt ekki naglabandapinna þá getur þú látið neglurnar bíða í smá stund í handabaði (volgt sápu vatn) og ýtt þeim létt niður með fingrunum. 

Þegar þú hefur ýtt niður naglaböndunum, farðu þá með buffer/þjöl létt yfir neglurnar til að fjarlægja glansinn af nöglinni. Dustaðu síðan létt yfir neglurnar með bursta og notaðu alcohol prep wipe (fylgir með XPress Pro) til að strjúka yfir neglurnar, gott að nota acrylic primer ef þú ert að fara festa neglurnar á með akrýl.

ATH. Ekki klippa sjálf/sjálfur naglaböndin, láttu fagaðila um það.

SKREF 3: AKRÝLL

Dýfðu akrýlburstanum í monomer og svo í glæra akrýl duftið, náðu í litla "bollu" af akrýl og settu aftan á XPress tipsið (sjá myndband)

Taktu tipsið og settu það í um 45° halla á náttúrulegu nöglina og þrýstu síðan rólega niður til að forðast loftbólur og halltu tipsinu niðri í um 10 sek.

Ef að akrýllinn kemur upp fyrir náttúrulegu nöglina er gott að dreyfa honum upp tipsið að aftan, einnig ef þú villt fá aukinn styrkleika þá getur þú sett akrýl aftan á tipsið (gott fyrir langar neglur). Sjá myndband

SKREF 4: Top Coat (val - ekki nauðsyn)

Ef þú vilt fá meiri glans eða fá lengri endingu á naglaskrautinu er gott að setja eina umferð af top-coati yfir neglurnar.

NAGLA-LÍM

https://youtube.com/shorts/DOaILov-iFA?feature=share

Fylgdu skrefi 1 (máta stærðir) & skrefi 2 (Undirbúa naglaböndin og neglurnar) hér að ofan.

SKREF 3: LÍMA NEGLUR Á

1. Berðu þunnt lag af naglalíminu á bakhliðina á XPress tipsinu. Lím er borið á það svæði sem fer á þína eigin nögl.

2. Berðu lím á náttúrulegu nöglina og leyfðu því að bíða í 6 sek

3. Þrýstu XPress tipsinu á nöglina og halltu því jafnt niðri með þumalfingri í um 30 sek.

Endurtaktu þetta fyrir allar neglurnar

NAGLA-LÍMMIÐAR

Fylgdu skrefi 1 (máta stærðir) & skrefi 2 (Undirbúa naglaböndin og neglurnar) hér að ofan. Límmiðar eru límdir á þínar náttúrulegu neglur og XPress Pro tipsin þrýst á.

SKOÐA NÁNAR